Skýrsla stjórnar - Taekwondodeild

Æfingar fóru af stað um miðjan september á síðasta ári og þjálfari deildarinnar Malsor Tafa. Malsor kom til okkar í janúar 2019. Æfingarnar voru að sjálfsögðu litaðar af því ástandi sem verið hefur í þjóðfélaginu undanfarið. Að þessu sinni var afskaplega þægilegt fyrir þjálfara og iðkendur að geta gengið beint að sinni fyrirmyndaraðstöðu og tekið til starfa.

Eins og undanfarin ár þá hafa æfingarnar ekki verið aldursskiptar heldur verið opið fyrir öll börn á aldrinum 6-16 ára.

Í lok október þurftum við að hætta æfingum vegna fjölgunar á smitum í samfélaginu. Æfingar hófust aftur tæpum mánuði seinna eða 19. nóvember.

Seinni hluta sama mánaðar gafst okkur tækifæri á að selja Þristamús frá Barion og gekk sú sala ansi vel. Einnig höfum við eitthvað fengið af flöskum frá einstaklingum. Ekki hafa gefist tækifæri til að ná í frekari styrki frá fyrirtækjum eða einstaklingum.

Deildin fór síðan í jólafrí og byrjaði aftur í byrjun janúar á þessu ári.

LESA MEIRA

Félagsmenn Taekwondodeildar

0
FÉLAGAR
0%
KONUR
0%
KARLAR

Stjórn Taekwondodeildar
2020-2021

LESA MEIRA

Ársreikningur
Taekwondodeildar

Sækja sem PDF