Skýrsla formanns

Árið 2021 var skemmtilegt, viðburðarríkt og spennandi ár fyrir UMFG þrátt fyrir að covid væri enn við völd og væri aðeins að hrella okkur.

Þorrablót UMFG var haldið rafrænt 20. febrúar en það var í fyrsta sinn sem við héldum þannig blót. Það heppnaðist með eindæmum vel og voru bæjarbúar yfir sig glaðir með frábæra skemmtun . Knattspyrnu- og körfuknattleikdeild UMFG sá um blótið og seldu að auki happadrættismiða sem seldust vel og voru glæsilegir vinningar í boði.

UMFG sá um leikjanámskeið um sumarið. Það gekk mjög vel og fengu starfsmenn mikið hrós fyrir metnað og góða vinnu. Um 70 krakkar sóttu námskeiðið.

LESA MEIRA

Félagsmenn Ungmennafélag Grindavíkur

0
FÉLAGAR
0,8%
KONUR
0,2%
KARLAR
There was an issue displaying the chart. Please edit the chart in the admin area for more details.
There was an issue displaying the chart. Please edit the chart in the admin area for more details.

Gjáin samkomusalur

Gjáin var vel nýtt árið 2021, bæði voru það einstaklingar og deildir innan UMFG ásamt kvennfélagi og Grindavíkurbæ og félagasamtökum í Grindavík sem notuðu salinn.

Reynsla fyrri ára kom sér vel árið 2021 og var mikil ánægja með salinn og umgengni hefur skánað enda komnar fastar reglur á flest allt sem viðkemur salnum.

Nokkur miskilningur hefur verið um notkun og fjárhag Gjánnar í Grindavík, aðstaða og áhöld í Gjánna hafa verið keypt af innkomu á leigu salarins og öll innkoma sem kemur af leigu fer í að kaupa borðbúnað og hluti sem tengjast notkun í eldhúsi/sal og daglegri umhirðu.

LESA MEIRA

Ársreikningur aðalstjórnar 2021

Sækja sem PDF

Fjárhagsáætlun aðalstjórnar 2022

Sækja sem PDF