Meðalfjöldi iðkenda haustið 2019 var um 180, sem er fækkun samanborið við undanfarin ár. Á árinu var líkt og árið á undan, boðið upp á sumaræfingar fyrir öll börn frá 11 ára aldri. Þessar æfingar hafa gengið með miklum ágætum og verður haldið áfram nú í sumar. Einnig var boðið upp á tvo körfuboltaskóla eina viku í senn. Annan í byrjun sumars og hinn áður enn grunnskólinn byrjaði, og tókust þeir mjög vel og voru um 40-50 krakkar sem sóttu þennan skóla.
Á árinu 2019 var ákveðið að auglýsa eftir nýju fólki í unglingaráð og létu viðbrögðin ekki á sér standa, en fimm nýjir einstaklingar bættust við.
Árið 2019 áttu Grindavíkingar áttu Grindvíkingar hvorki fleiri né færri en 11 einstaklinga i yngri landsliðum KKÍ. Í hófi á gamlársdag, þar sem lýst var yfir kjöri á íþróttamönnum ársins, fengu fimm leikmenn viðurkenningu fyrir fyrstu landsleiki sína með U15Eins og jafnan áður var mjög góður árangur hjá yngri flokkunum á landsvísu á síðasta ári.
Sigurvegarar eru ekki einungis metnir í formi gullpenings , því allir iðkendur eru ákveðnir sigurvegarar, hver á sinn hátt.
- flokkur kvenna varð Íslandsmeistari á árinu.
- flokkur kvenna varð bæði Íslands og bikarmeistari.
Aðrir flokkar stóðu sig einnig með mikilli prýði og má með sanni segja að framtíðin sé björt hjá körfuboltanum, ef rétt er haldið á spöðunum.
Nýr íþróttasalur var tekin í notkun í byrjun þessa árs og er það mikil búbót og á vafalaust eftir að lyfta körfuboltanum og öðrum íþróttum upp á hærra plan.
Körfuknattleiksdeild UMFG hefur verið á meðal öflugustu körfuknattleiksdeilda landsins bæði í yngri flokkum og meistaraflokkunum og þar viljum við halda okkur um ókomin ár. Þrátt fyrir það er tilfinningin sú, að ákveðnar blikur séu á lofti, ef við sofnum á verðinum.
Með mjög góðu aðhaldi hefur rekstur unglingaráðs körfuknattleiksdeildarinnar haldist í sæmilegu jafnvægi undanfarin ár. Að lokum langar mig til að þakka öllum iðkendum, þjálfurum, foreldrum og stjórn unglingaráðs fyrir gott og skemmtilegt samstarf í gegnum tíðina. En án góðs samstarfs þessara aðila væri þetta ekki framkvæmanlegt.
Með vinsemd og góðri kveðju,
Kjartan Adólfsson
formaður unglingaráðs