Skýrsla stjórnar - Körfuboltadeild
Stjórnin kom saman í upphafi tímabils þar sem framtíðarplön voru rædd, hvernig við vildum hátta hlutunum, skipta verkum á milli okkar því við erum ekki mörg sem komum að þessu mikla starfi sem krefst mikillar viðveru ef vel á að gera. Nýir meðlimir stjórnar sem kosnir voru fyrir ári síðan voru að stíga ný skref í þessi öfluga sjálfboðasstarfi sem er í kringum deildina. Nýir meðlimir voru þá eftir kosningu: Bergur Hinriksson og Guðmundur Ásgeirsson. En fyrir vorum við Erna Rún, Fjóla, Rakel og Haraldur.
Okkar fyrsta umræðuefni eftir fund var auðvitað framtíðarplön deildarinnar þá meðal annars hvert ætlum við okkur með liðin okkar og hvað gerum við í húsnæðismálum.
Við settum saman við ráðningu Lalla með kvennaliðið að starfinu yrði lyft enn hærra en áður og höfum við eytt miklum tíma og fjármunum í að gera liðið betra og sterkara eins og við öll fengum að sjá þegar ungu dömurnar okkar spreyttu sig í sterkri deild hinna bestu. Það sem okkur langaði að sjá þær gera, gerðist og hélt liðið sér uppi. Næstu tvö ár langar okkur að sjá þær spreyta sig í úrslitakeppninni og ná þar eins langt og mögulegt er.
Iðkendur Körfuboltadeildar
Skýrsla unglingaráðs
Meðalfjöldi iðkenda haustið 2019 var um 180, sem er fækkun samanborið við undanfarin ár. Á árinu var líkt og árið á undan, boðið upp á sumaræfingar fyrir öll börn frá 11 ára aldri. Þessar æfingar hafa gengið með miklum ágætum og verður haldið áfram nú í sumar. Einnig var boðið upp á tvo körfuboltaskóla eina viku í senn. Annan í byrjun sumars og hinn áður enn grunnskólinn byrjaði, og tókust þeir mjög vel og voru um 40-50 krakkar sem sóttu þennan skóla.
Á árinu 2019 var ákveðið að auglýsa eftir nýju fólki í unglingaráð og létu viðbrögðin ekki á sér standa, en fimm nýjir einstaklingar bættust við.
Árið 2019 áttu Grindavíkingar áttu Grindvíkingar hvorki fleiri né færri en 11 einstaklinga i yngri landsliðum KKÍ. Í hófi á gamlársdag, þar sem lýst var yfir kjöri á íþróttamönnum ársins, fengu fimm leikmenn viðurkenningu fyrir fyrstu landsleiki sína með U15Eins og jafnan áður var mjög góður árangur hjá yngri flokkunum á landsvísu á síðasta ári.