Skýrsla stjórnar

Aðalfundur minni deilda var haldinn í mars og var þar Gunnar Jóhannesson kosinn formaður og aðrir í stjórn voru Ármann Sveinsson varaformaður Piotr Laktoski.

Arnar Már Jónsson var endurráðinn sem þjálfari.

Æfingar byrjuðu í lok ágúst og fóru ágætlega af stað en svo byrjaði Covid á fullu aftur og var því bæði æfingar og keppnistímabilið frekar köflótt.

Helstu tilkynningar sem bárust frá Judosambandinu voru um breytingar á sóttvarnareglum.

Haustmót JSÍ sem átti að vera hjá okkur í byrjun október var fært í Ármann, og í kjölfarið fóru nokkuð margir iðkendur í sóttkví.

Annars gekk starfið ágætlega miðað við allt. Grindavík sendi keppendur á flest öll mót sem voru haldin á tímabilinu. Þeir Gunnar Jóhannesson og Ármann Sveinsson hafa starfað að mótahaldi hjá JSÍ sem dómarar og starfsmenn.

Haustmót JSí  varhaldið í Reykjavík 3. okt 2020, Grindavík sendi 4 keppendur og unnu allir til verðlauna.

Drengir U13-55kg

Markús Ottason                     silfur.

Drengir U15-66kg

Kent Mazowiecki                   silfur.

Drengir U21-73kg

Ísar Guðjónsson                     brons.

Drengir U21-81kg

Kristinn Guðjónsson  silfur.

 

Afmælismót JSÍ yngri var haldið 13. Febrúar 2021 í Reykjavík. Grindavík sendi 3 keppendur.

Stúlkur U21-78kg

Tinna Ingvarsdóttir    silfur.

Drengir U21-90kg

Kristinn Guðjónsson  silfur.

 

Góumót JR var haldið í Reykjavík 27. feb 2021. Grindavík sendi 9 keppendur og unnu þau öll til verðlauna.

Stúlkur U9 -28kg

Viktoría Theodórsdóttir         gull.

Krista Sigurðardóttir  silfur.

Drengir U10-30kg

Einar Sævarsson                    silfur.

Drengir U11-38kg

Andrej Mitic                           gull.

Stúlkur U13-44

Zofia Dreksa                          silfur.

Natalía Gunnarsdóttir            brons.

DrengirU13 -34kg

Szymon Bylick                      silfur.

Drengir U13-60kg

Markús Ottason                     gull.

Stúlkur U15-70kg

Friðdís Elíasdóttir                  silfur.

 

Vormót JSÍ yngri var haldið á Akureyri 13 mars 2021 og sendi Grindavík 4 keppendur sem öll unnu til verðlauna.

Stúlkur U13-36kg

Natalía Gunnarsdóttir gull.

Stúlkur U21-70kg

Tinna Ingvarsdóttir                brons.

Drengir U21-90kg

Ísar Guðjónsson                     Brons.

Drengir U21-100kg

Kristinn Guðjónsson brons.

 

Íslandsmeistaramót yngri var haldið þann 29. maí 2021 í Ármanni og sendi Grindavík 7 keppendur sem komu heim með 6 verðlaun.

Stúlkur U13-40kg.

Zofia Dreksa                          gull.

Natalía Gunnarsdóttir silfur.

Drengir U13-60kg.

Markús Ottason                     silfur.

Drengir U15-66kg

Kent Mazowiecki                   gull.

Stúlkur U21-70kg

Tinna Ingvarsdóttir                Silfur.

Drengir U21-90kg

Ísar Guðjónsson                     Brons.