Árið 2020 var skrítið ár og einkenndist svolítið á æfingabönnum og frestunum. Það setti svolítið strik í reikninginn og ekki var hægt að hittast og hjóla fyrr en í júní þannig að ekki voru margar hjólaæfingar á því ári en meðlimir voru nokkuð duglegir á Zwift. 2 keppendur kepptu á árinu í nokkrum greinum hjólreiða og ber þar hæst að Jóhann Dagur Bjarnason vann langflest götuhjólamótin í junior flokki og varð íslands og bikarmeistari Sigurbjörg vignisdóttir stóð sig einnig vel og sigraði meðal annars B flokk kvenna í Criterium. Sigurður Bermann keppti í einu móti sem var Kia Gullhringurinn og lenti þar í krassi og er enn að jafna sig af þeim meiðslum sem hann hlaut þar.
Af mótahaldi var það að frétta að fresta þurfti stóra suðurstrandarmótinu tvívegis og var það haldið ásamt víkingum og bjartsmönnum í september og heppnaðist mótið alveg ótrúlega vel. En líklega var þetta í síðasta skipti sem það mót fór fram á suðurstrandarveginum. Nú árið 2021 þurfti að breyta leiðinni og var hjólað í sandgerði. Með svona litla deild er vonlaust að taka þátt í svona verkefni án þess að njóta aðstoðar annara deilda/ flokka en UMFG hélt líka íslandsmót í tímatöku TT og liðatímatöku TTT með dyggri aðstoð sunddeildar í lok ágúst.
F.h stjórnar
Bjarni Már Svavarsson, formaður