Skýrsla stjórnar

Það sem ber hæðst á þessu ári er að við fengum miklu fleiri tíma í húsinu sem tóku gildi í ágúst, nú ætla ég að stikla á því sem gerðist árið 2020.

Æfingar hófust eftir jólafrí þann 7. janúar og iðkendafjöldi hefur haldið sér betur núna en vanlega eftir jólafrí þá missum við krakkana í eitthvað annað.

Keflavíkuræfingar byrjuðu 7. jan og stóðu til 17. mars einu sinni í mánuði og var sjálfhætt út af Covid samkomutakmarkanna, á meðan það var lokað í íþróttahúsinu þá vorum við með heimaæfingar þarf sem foreldrar fengu sent æfingarprógram inná facebook síðu deildarinnar fyrir börnin. Æfingar vorru sett inn alla dagana sem æfingar áttu að vera + stundum aukaæfingar.

Æfingar byrjuðu svo aftur eftir fyrstu Covid bylgjuna 4. maí og stóðu stutt yfir því að við hættum svo á sama tíma og skólinn eða 28. maí.

Æfingar hófust aftur eftir sumarfrí 7. september með nýjum æfingartíma eru þessir mánudagar frá kl. 15:10-17:10, þriðjudagar frá kl. 14:40-17:30 og fimmtudagar frá kl. 14:10-17:00 aukning uppá 5,5 tíma í húsinu frá því árið áður sem var einungis 3,5 t á viku fyrir alla aldurshópa.

3. nóvember var öllu skellt í lás aftur út af covid ævintýri nr. 3 þangað til 17. nóvember byrjuðu svo æfingar aftur og var ákveðið að halda jólasýninguna með breyttu sniði til að gera eitthvað fyrir krakkana en hún var tekin upp og sett inná facebook síðuna okkar fyrir foreldra til að horfa á með börnun sínum. Jólasýningin var 29. nóvember og tókst þetta mjög vel og foreldrar og börn ánægð með framkvæmdina. Jólafrí var svo á svipuðum tíma og jólafrí í grunnskólanum.

Þjálfaramálin: Telma Lind Árnadóttir er yfirþjálfri og með henni voru stelpur að aðstoða úr elsta hópnum og framhaldskólastelpur. Sara gekk úr stjórninni og gerist aðstoðarþjálfari. Við höfum ráðið til okkar Diljá Sif Erlendsdóttir sem  hefur verið að þjálfa fimleika í mörg ár hjá Aftureldingu hún mun taka við í ágúst 2021 sem aðalþjálfari eftir að Telma hættir.

Stjórnarmál: Ekkert hefur gengið að fá fólk í stjónina og mun öll stjórnin hætta núna eftir þennan vetur eða í maí 2021 og þarf að reyna að virkja fólk til að taka að sér þetta verkefni svo að hægt sé að halda þessu gangnadi, ég sendi á fullt að aðilum sem mér datt í hug að myndu vilja taka þetta að sér en allt kom fyrir ekkert og nú er staðan þessi. 

Stjórn 2020-2021

Formaður:  Stefanía Huld Gylfadóttir

Meðstjórnendur: Elva Rut Sigmarsdóttir, Guðrún Kristín Einarsdóttir

Fyrir hönd Fimleikadeildar UMFG
Stefanía Huld Gylfadóttir, formaður