Gjáin samkomusalur

Gjáin var vel vel nýtt árið 2021 þrátt fyrir Covid. Bæði voru það einstaklingar og deildir innan UMFG ásamt Kvenfélagi og Grindavíkurbæ og félagasamtökum í Grindavík sem notuðu salinn.

Reynsla fyrri ára kom sér vel árið 2021 og var mikil ánægja með salinn og umgengni hefur skánað enda komnar fastar reglur á flest allt sem viðkemur salnum.

Nokkur miskilningur hefur verið um notkun og fjárhag Gjánnar í Grindavík, aðstaða og áhöld í Gjánna hafa verið keypt af innkomu á leigu salarins og öll innkoma sem kemur af leigu fer í að kaupa borðbúnað og hluti sem tengjast notkun í eldhúsi/sal og daglegri umhirðu. Á síðasta ári voru versluð hringborð þar sem að borð sem notuð voru í Gjánni voru illa farin og hentuðu síður til daglegra notkunar og fyrir veisluhöld.

Salurinn var nýttur undir danskennslu á árinu 2021 ásamt því að salurinn var mjög vel nýttur til fundarhalds hjá sveitarfélaginu.

Grindavíkurbær fær einnig 30% hluta greiddan af leigutekjum salarins eins og fyrri ár.

Gjáin – Ársreikningur 2021