Skýrsla stjórnar - Sunddeild
Árið 2021 var óvenjulegt ár og svipaði mjög til ársins 2020, þar sem mikil óvissa ríkti vegna Covid 19.
Janúar og febrúar mánuðir gengu ágætlega hjá okkur og ekki þurfti að fella niður margar æfingar vegna slæms veðurs.
Uppúr miðjum mars var öllum æfingum hætt vegna samkomutakmarkana og þjálfarar gerðu sitt besta til að til að halda iðkendum við efnið með myndböndum með ýmsum leiðbeiningum og styrktaræfingum.
Um miðjan apríl byrjuðu æfingar aftur af fullum krafti og stóðu fram í miðjan júní. Hjá yngri iðkendum endaði tímabilið með foreldra tímum þar sem foreldrum gafst kostur á að sjá hvað börnin höfðu lært og svo var boðið uppá ís og frjálsan tíma með foreldrum.
Félagsmenn Sunddeildar
0
IÐKENDUR
0,3%
KONUR
0,7%
KARLAR